Ein skemmtilegasta laxveiðiá landsins er Laxá í Leirársveit. Áin sem er í um 40 mínútna fjarlægð frá Reykjavík hefur verið með aflahæstu ám landsins undanfarin ár hvort sem er miðað við fjölda laxa eða fjölda laxa á stöng á dag, en veitt er á 4-7 stöngum í senn í ánni. Meðalveiði síðustu ára er um 1.000 laxar auk þess sem að töluvert veiðist af vænum sjóbirtingi. Veiðstaðir, sem eru um 70, eru fjölbreyttir og aðgengi mjög gott að ánni. Áin er gríðalega skemmtileg fluguveiðiá með fjölda veiðistaða sem geta verið stút fullir af fiski.
Gott veiðihús er við Stóra Lambhaga, rétt fyrir ofan Laxfoss. Hver stöng hefur sér tveggja manna herbergi með baðherbergi með sturtu. Nýlega er búið að byggja við húsið góða borðstofu en auk hennar hafa veiðimenn aðgang að skemmtilegri setustofu og svo er að sjálfsögðu heitur pottur.